Bláfjallarekstur verði boðinn út

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, lagði til á fundi bæjarstjórnar Kópavogs að rekstur Bláfjallasvæðisins yrði falinn einkaaðilum. Hann beindi þeim tilmælum til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að þessi leið yrði skoðuð.

Í umræðum á bæjarstjórnarfundinum fjallaði Ármann um hve erfiðlega hefur gengið að halda skíðasvæðum opnum almenningi í vetur, þrátt fyrir mikinn snjó.

Óskaði hann eftir því að stjórn SSH tæki málið til umfjöllunar og að það yrði m.a. tekið til skoðunar að útvista starfseminni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert