Ekið í þrígang á bílinn

Þórunn E. Sigursteinsdóttir og Þór Þorvaldsson á Akureyri.
Þórunn E. Sigursteinsdóttir og Þór Þorvaldsson á Akureyri.

 Hjónin Þórunn E. Sigursteinsdóttir og Þór Þorvaldsson á Akureyri urðu fyrir óskemmtilegri lífsreynslu á Holtavörðuheiði um síðustu helgi. Þá var ekið á bíl þeirra í þrígang með skömmu millibili í miklu hríðarkófi og óhætt að fullyrða að þau voru heppin að slasast ekki að ráði.

Þetta var upphaf ferðar til Englands, en hún varð endaslepp. Þau ætluðu utan á mánudaginn en fóru hvergi; sneru heim til Akureyrar strax daginn sem árekstrarnir urðu. Það var um tvöleytið á laugardaginn sem Þór ók upp Holtavörðuheiðina norðan frá á jepplingi þeirra hjóna. „Það gerði skyndilega mikinn skafrenning, ég lúsaðist á 20-30 kílómetra hraða en þá birtist allt í einu jeppi út úr kófinu og rakst á vinstra framhorn bílsins,“ sagði Þór við Morgunblaðið í gær. „Jeppinn stoppaði 30-40 metrum norðan við okkur og þegar ég ætlaði að bakka í áttina til hans kom annar sunnan að og klessti beint fram á bílinn okkar. Það var eins gott að ég fór ekki út til þess að kanna skemmdirnar á bílnum eftir fyrsta áreksturinn; hefði ég gert það, eins og menn hljóta oftast að gera við svona aðstæður, hefði ekki þurft að sökum að spyrja,“ sagði Þór.

Örfáum mínútum síðar kom svo sá þriðji og lenti líka á bílnum.

Þórunn er með brákað bringubein og Þór hefur verið til skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert