Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir frestun á viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins nú í kvöld fremur vera tæknilega bið en alvarleg slit á viðræðum. Menn þurfi að borða og sofa og þar sem ekki hafi borist viðunandi svör frá ríkisstjórninni um aðkomu hennar að kjarasamningum verði ekki meira gert í kvöld. Því hafi verið ákveðið að gefa samningamönnum frí til að hvíla sig eftir stranga samningatörn.
Talið hafði verið hugsanlegt að hægt yrði að ganga frá samningnum í dag og hafa aðildarfélög ASÍ og SA fundað um sérkröfur félaganna í allan dag. Kristján segir góðan gang hafa verið í þeim viðræðum og að einungis eigi eftir að ná samkomulagi um örfá atriði að aðkomu ríkisstjórnarinnar undanskilinni. Þá segir hann gert ráð fyrir að samningavinna haldi áfram í fyrramálið