Verið að leysa úr síðustu sérkröfum

Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í fyrrakvöld
Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í fyrrakvöld Árvakur/Árni Sæberg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að verið sé að leysa úr síðustu sérkröfum. Að þeirri vinnu lokinni tekur við pappírsvinna sem reynst getur tímafrek og gæti undirritun því dregist fram á kvöld eða til morgundags.

Forystufólk aðildarfélaga ASÍ hefur í morgun fundað með samningamönnum Samtaka atvinnulífsins um sérkröfur félaganna, en Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, kemur til fundarins eftir hádegið.

Embættismenn ráðuneyta hafa fundað í morgun og gert er ráð fyrir að gangi sú vinna vel og samningar verði frágegnir efnislega í dag þá geti ríkisstjórnin boðað aðila á sinn fund síðdegis í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu fer fundurinn líklega fram í húsnæði stjórnarráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert