Helguvík bíði enn um sinn

Tölvumynd sem sýnir hvar hugsanlegt álver í Helguvík myndi rísa.
Tölvumynd sem sýnir hvar hugsanlegt álver í Helguvík myndi rísa.

Bið verður á því enn um sinn að framkvæmdir geti hafist við álver Norðuráls í Helguvík. Í bréfi sem Skipulagsstofnun sendi skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Garðs hinn 13. febrúar sl., vegna deiliskipulags fyrir lóð álversins, er eindregið mælst til að beðið verði með gildistöku deiliskipulags þar til áhættumat liggur fyrir. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu vonast til þess að framkvæmdir gætu hafist innan tveggja vikna.

Ekki rétt að veita leyfin strax

Einnig er í bréfinu staðfesting á áliti frá því í október, þar sem segir að sveitarfélög þurfi að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu álversins þar til niðurstaða liggur fyrir um flutningsleiðir raforku. Auk þess er ekki talið rétt að veita framkvæmda- og byggingarleyfi fyrr en niðurstaða liggur fyrir um losun gróðurhúsalofttegunda.

„Skipulagsstofnun telur því að áður en Norðuráli Helguvík sf. verður veitt framkvæmda- og byggingarleyfi þurfi að liggja fyrir hvort fyrirtækið fær þá l losunarheimilda fram á hvernig losun gróðurhúsalofttegunda verði mætt," segir í tilvitnuðu áliti frá í október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert