SGS frestar viðræðum

Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í fyrrakvöld
Frá fundi samningamanna ASÍ og SA í fyrrakvöld Árvakur/Árni Sæberg

Starfsgreinasambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að sambandið hafi frestað viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins þar sem ekki hafi borist viðunandi svör frá ríkisstjórninni um aðkomu hennar að kjarasamningum. Til stóð að ganga frá samningnum í dag.

Aðildarfélög ASÍ og SA hafa fundað í dag um sérkröfur félaganna og munu þær viðræður vera langt komnar. Vonast var til að hægt væri að ganga frá kjarasamningum í dag og að ríkisstjórnin myndi boða samningsaðila á sinn fund nú síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert