Í nótt á þriðja tímanum barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá flutningaskipinu Reykjafossi sem orðið hafði vélarvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna, þó að töluverð þoka sé á svæðinu, og er gert ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur þegar líður á daginn.