Farinn úr landi

Frá Reykjanesbæ
Frá Reykjanesbæ mbl.is/ÞÖK

Karlmaður, sem grunaður er um vera valdur að andláti fjögurra ára drengs
á Vesturgötu í Reykjanesbæ í byrjun desember, fór úr landi í morgun. Þetta segir á vef Víkurfrétta í dag. Maðurinn var leystur úr farbanni í síðustu viku en ekki þótti ástæða til að fara fram á framlengingu farbanns þar sem sú afstaða dómsyfirvalda lá fyrir að það yrði ekki gert aftur, eftir að það var framlengt í lok janúar.

Rannsókn málsins mun halda áfram, að sögn fulltrúa lögreglunnar á Suðurnesjum.  Beðið er niðurstöðu DNA rannsóknar en fram hefur komið að hún geti tekið 4 - 6 vikur til viðbótar.  Haft var eftir fulltrúa lögreglunnar fyrir helgi að engin leið hefði verið að tryggja farbann í þann tíma. Sönnunarstaða í  slíkum málum sé mjög erfið og flókin. Ekki sé nóg að finna bílinn, einnig þurfi að færa sönnur á hver hafi ekið honum og hvort það hafi verið gert með saknæmum hætti, svo með hrað- eða ölvunarakstri.

Fari svo að rannsókn leiði til saksóknar verður að freista þess að fá manninn framseldan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert