Formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir funda nú með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, fundurinn hófst rúmlega fimm síðdegis og kynntu forystumenn ríkisstjórnarinnar plagg í átta liðum um aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga.
Mættir til fundarins voru Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ.