Persónuafsláttur hækkaður meira en gert var ráð fyrir

Persónuafsláttur verður hækkaður meira en gert hefur verið ráð fyrir í nýlegum lögum. Þetta sagði Geir H. Haarde í viðtali í Silfri Egils í hádeginu, þá sagði Geir að ríkisstjórnin muni væntanlega funda með samningsaðilum í dag um aðkomu sína að kjarasamningagerð.

Aðkoma ríkisstjórnarinnar verður einhliða, og felur meðal annars í sér hækkun barnabóta og viðmiðunarmörk vegna vaxtabóta. Þá segir Geir stefnt að því að fyrirtækjaskattur lækki í 15%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka