Samningar undirritaðir í Karphúsinu

Úr Karphúsinu í kvöld
Úr Karphúsinu í kvöld Árvakur/'Arni Sæberg

Nýir kjara­samn­ing­ar Starfs­greina­sam­bands­ins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hafa verið und­ir­ritaði í Karp­hús­inu sam­kvæmt því sem fram kem­ur á vef Starfs­greina­sam­bands­ins. þar seg­ir að með samn­ing­un­um hafi mark­mið sam­bands­ins um hækk­un launa þeirra tekju­lægstu, kaup­mátt­ar­aukn­ingu og efna­hags­leg­an stöðug­leika að mestu náðst.

Á vef starfs­greina­sam­bands­ins seg­ir:

„Kjör þeirra sem lægst hafa laun­in og kaup­mátt­ur þeirra, sem setið hafa eft­ir í launaþró­un­inni hækka um­tals­vert meira en annarra. Samið er um að taxt­ar hækki veru­lega  og ör­ygg­is­netið þar með gert trygg­ara. Samið er til eins árs með mögu­leika á fram­leng­ingu í tvö ár ef efna­hags­leg­ar for­send­ur stand­ast, m.ö.o. að aðrir, þar með tal­in stjórn­völd, axli einnig ábyrgð í efna­hags­líf­inu þannig að verðbólga og vaxta­byrðin lækki. Þessi atrið geta tryggt kaup­mátt­ar­aukn­ingu á samn­ings­tíma­bil­inu.

Launataxt­ar hækka frá og með 1. fe­brú­ar s.l., um 18.000 krón­ur, um 13.500 krón­ur árið 2009 og 6.500 krón­ur árið 2010. Í samn­ing­um er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veik­inda-, slysa- og ör­orku­rétt­inda á al­menn­um markaði, en grunn­ur er nú lagður að nýj­um end­ur­hæf­ing­ar­sjóði aðila vinnu­markaðar­ins. Veru­leg hækk­un bóta slysa­trygg­inga launa­fólks var mark­mið sem náðist í kjara­samn­ingn­um. Dán­ar­bæt­ur til eft­ir­lif­andi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bæt­ur vegna var­an­legr­ar ör­orku hækka um 71,2% og dag­pen­ing­ar vegna tíma­bund­inn­ar ör­orku um 65%.

Önnur markið Starfs­greina­sam­bands­ins svo sem um auk­in fram­lög at­vinnu­rek­enda í fræðslu- og end­ur­mennt­un­ar­sjóði náðist, einnig auk­in vernd  launa­fólks við upp­sagn­ir og að tekið verði mark­visst á kyn­bundn­um launamun.  Með kjara­samn­ing­um, sem Starf­greina­sam­bandið hef­ur borið hita og þunga af, eru send mik­il­væg skila­boð út  í sam­fé­lagiðið. Skila­boð um stöðug­leika á vinnu­markaði á Íslandi næstu þrjú árin, stöðug­leika sem er afar mik­il­væg­ur í því óvissu­ástandi sem við blas­ir í at­vinnu- og efna­hags­líf­inu. Kjara­samn­ing­arn­ir eru til þess falln­ir að styrkja ís­lenska vinnu­markaðinum og um leið tæki­færi, ef vel til tekst, til að auka hag­vöxt og þar með kaup­mátt launa­fólks."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert