Skemmtu sér í myrkri

Miðbær Reykjavíkur var að hluta til rafmagnslaus í um hálfan annan tíma seint á föstudagskvöld. Að sögn bilanavaktar Orkuveitu Reykjavíkur má rekja rafmagnsleysið til bilunar í háspennustreng sem leiddi til þess að sex spennistöðvar á miðborgarsvæðinu duttu út.

Veitingamenn urðu óhjákvæmilega varir við bilunina en hún hafði lítil áhrif á uppgjör og greiðslur þar sem margir hverjir eru með gsm-posa. Að sögn eins veitingamanns voru margir í bænum á þessum tíma og þegar ljósin og tónlistin duttu út hófu margir að syngja og skemmta sér við eigin undirleik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert