Stjórnvöld boða til fundar

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands Árvakur/Jim Smart

Ríkisstjórnin hefur boðað forystufólk ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins á sinn fund um klukkan fjögur og mun kynna aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Samningar SA og ASÍ eru tilbúnir efnislega að öðru leyti en því að ekki er vitað hvernig aðkomu stjórnvalda verður háttað. Geir H. Haarde, forsætisráðherra lýsti því yfir í viðtali í Silfri Egils í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru einhliða.

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ sagði í samtali við mbl.is í dag að það væri ljóst að ekki yrði skrifað undir fyrr en svör ríkisstjórnarinnar liggi fyrir og séu ásættanleg.

Það kemur því í ljós á næstu klukkutímum hvort skrifað verður undir kjarasamninga í dag. Ef aðilar að samningum sætta sig ekki við aðgerðir stjórnvalda er óvíst hvað tekur við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert