10 ára drengur á fjórhjóli

Fjórhjól.
Fjórhjól.

Lög­regl­an á Sel­fossi fékk á föstu­dags­kvökd til­kynn­ingu um að á Stokks­eyri væri á ferð um göt­ur ung­ur dreng­ur á fjór­hjóli og hefði legið við slysi af akstri hans.  Við nán­ari at­hug­un kom í ljós að þarna hafði verið á ferð 10 ára dreng­ur. 

Lög­regl­an seg­ir að for­eldr­um drengs­ins hafi verið gerð grein fyr­ir þeim regl­um, sem gilda um rétt­indi og akst­ur fjór­hjóla.  Dreng­ur­inn er ósakhæf­ur og fær því ekki refs­ingu fyr­ir brotið en mál hans verður sent barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um til meðhöndl­un­ar. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert