20 milljarðar í aðgerðirnar

eftir Önund Pál Ragnarsson

onundur@mbl.is

Formenn stjórnarflokkanna, þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, hittu fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á afar stuttum fundi í húsi Stjórnarráðsins um fimmleytið í gær. Þar var aðilum vinnumarkaðarins formlega kynnt yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir ætlaðar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Yfirlýsingin var gerð einhliða og var ekki umsemjanleg í einstökum atriðum.

Forsætisráðherra segir heildarkostnað aðgerðanna vera upp undir 20 milljarða króna en þó líti ríkisstjórnin svo á að einstakir liðir séu til langs tíma tekjuaukandi fyrir ríkissjóð þótt þeir valdi tekjumissi til skamms tíma. Aðgerðirnar eru almenns eðlis og gagnast stærri hópi en meðlimum stéttarfélaga enda hafnaði ríkisstjórnin tillögum ASÍ frá í desember um sértækar aðgerðir í skattamálum fyrir láglaunafólk.

Hann kvað þó kostnaðinn af sumum liðum fyrir ríkissjóð tormetinn, ekki síst lækkun skatta á fyrirtæki. „Við teljum að þegar fram í sækir sé lækkun skatta á fyrirtæki tekjuöflunaraðferð en ekki tekjutap fyrir ríkið. Það þarf ekki mjög mörg fyrirtæki hingað til lands til að vinna þetta upp,“ sagði Geir, sem kvað fulltrúa SA og ASÍ hafa tekið tillögum ríkisstjórnarinnar vel, þótt þær hefðu ekki mætt öllum kröfum þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert