Geir: Merkilegir og óvenjulegir samningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra er …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra er þau kynntu tillögur ríkisstjórnarinnar í gærdag

Það var létt yfir fólki í Karphúsinu, húsnæði Ríkissáttasemjara, um níuleytið í gærkvöldi. Þá settust forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands niður ásamt formönnum landssambanda stéttarfélaga til þess að skrifa undir nýja og um margt sérstæða kjarasamninga. Að því loknu féllust menn í faðma og gengu sáttir frá samningaborðinu. Í þessari viku verður efni samninganna kynnt félagsmönnum stéttarfélaga áður en þeir greiða um þá atkvæði.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir nýgerða kjarasamninga bæði merkilega og óvenjulega. Aðilar vinnumarkaðarins, og ekki síst þeir félagsmenn í stéttarfélögum sem fá nánast engar kjarabætur að þessu sinni, eigi heiður skilinn fyrir að hækka laun þeirra lægst launuðu með myndarlegum hætti. Í gær kynnti hann ásamt utanríkisráðherra aðgerðir ríkisstjórnarinnar næstu árin til að greiða fyrir kjarasamningum.

„Mér er til efs að það hafi verið samið með þessu yfirbragði í einhverja áratugi. Það er æði sérstakt,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, um kjarasamningana sem undirritaðir voru í gær. „Auðvitað höfum við ekki fengið öllum okkar málum framgengt en það hefur tekist ansi vel til,“ segir Grétar sem kveðst einnig sáttur við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert