Hófleg launahækkun og vel tímasettar skattalækkanir

Skrifað undir kjarasamningana í gærkvöldi.
Skrifað undir kjarasamningana í gærkvöldi. Árvakur/Árni Sæberg

Greining Glitnis segir, að almenn ánægja virðist ríkja um kjarasamninganna, sem skrifað var undir í gærkvöldi, enda sé launahækkunin sem þeir kveða á um nokkuð hófleg og skattalækkanirnar þannig tímasettar að þær falli vel að hugmyndum um hvert hagkerfið stefni á næstu misserum.

Glitnir segir í Morgunkorni sínu, að mikil áhersla hafi verið lögð á að launahækkunin sem samningarnir feli í sér sé ætluð þeim lægst launuðu og að hún muni ekki smitast upp í aðra launaflokka. Verði framkvæmd kjarasamninganna með þeim hætti megi telja að þeir séu til þess fallnir að draga úr verðbólguþrýstingi launa.

Glitnir segir að boðuð lækkun á tekjuskatti fyrirtækja í 15% frá og með tekjuárinu 2008 sé afar vel tímasett út frá stöðu og horfum í efnahagslífinu. Þrátt fyrir að tekjuafkoma ríkissjóðs gæti versnað til skamms tíma vegna lækkunar tekjuskatts á fyrirtæki og hækkunar persónuafsláttar muni þessar breytingar virka hvetjandi á íslenskt atvinnulíf og sé skref í þá átt að gera skattumhverfi fyrirtækja hér á landi samkeppnishæfara við nágrannalöndin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert