Húsleit var gerð í íbúðarhúsi í Hveragerði á laugardagskvöld en lögreglumenn grunaði, að fíkniefni væru geymd í húsinu. Fenginn var úrskurður dómara til leitarinnar og tók fíkniefnahundurinn Bea þátt í henni.
Í húsinu fundust tuttugu grömm af nýlega ræktuðu maríjúana og auk þess voru þarna kannabisfræ og neyslutól. Einn maður var handtekinn og viðurkenndi hann við yfirheyrslur, að eiga fíkniefnin.