Frjálslyndi flokkurinn kom ekki að myndun nýs meirihluta í borginni en Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, er flokksbundinn í öðrum stjórnmálaflokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálslynda flokkum. Þar kemur fram að vinnufriður verði að komast á við stjórn Reykjavíkurborgar. Endalaus ófriður og ósætti er borgarfulltrúum ekki sæmandi.
Kemur enn fremur fram í tilkynningu að pólitísk ábyrgð Frjálslynda flokksins á borgarstjóra er ekki til staðar. „Fólk úr Frjálslynda flokknum kom ekki nærri málum í Orkuveitu Reykjavíkur né REI málinu.
Mörg þau málefni, sem talin eru upp í málefnalista núverandi meirihluta, eru mál sem Frjálslyndi flokkurinn er með á stefnuskrá sinni og vill vinna að.
Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur brýnt, að efla siðvæðingu í pólitík og taka stjórnkerfi Reykjavíkur til endurskoðunar í því skyni að gera það skilvirkara, gegnsætt og lýðræðislegt," samkvæmt tilkynningu Frjálslynda flokksins.