Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði við Útvarpið, að tímabært sé að reglur um byggðakvóta verði endurskoðaðar. Vill hún kanna þann möguleika að selja veiðiheimildir á almennum markaði og andvirðið renni síðan til sjávarbyggða.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur setið á vinnufundi á Akureyri í dag, og rætt meðal annars sjávarútvegsmál.
Sjávarútvegsráðherra hefur nú heimild til að úthluta 12.000 tonnum af botnfiski til sveitarfélaga, sem einhverra hluta hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að sérfræðingar telji hægt að fá um 2 milljarða króna árlega fyrir veiðiréttinn á almennum markaði.