Skarð í Hringveginn

Vegaskemmdir í Borgarfirði í morgun.
Vegaskemmdir í Borgarfirði í morgun. Árvakur/Jón Pétur

Hring­veg­ur­inn er ennþá lokaður við Svigna­sk­arð í Borg­ar­f­irði vegna vatna­skemmda. Einnig eru vatns­skemmd­ir við Hvítár­velli. Veg­far­end­um er bent á að fara Borg­ar­fjarðarbraut, veg nr. 50, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Viðgerð er haf­in, en ekki er bú­ist við að veg­ur­inn verði opnaður fyrr en í fyrsta lagi í kvöld.

Krapa­flóð féllu í gær­kvöldi á Vest­fjarðaveg í Gufuf­irði og í Kollaf­irði. Veg­ur­inn þar er nú orðinn fær en þó þarf að sýna varúð meðan unnið er að lag­fær­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert