Skarð í Hringveginn

Vegaskemmdir í Borgarfirði í morgun.
Vegaskemmdir í Borgarfirði í morgun. Árvakur/Jón Pétur

Hringvegurinn er ennþá lokaður við Svignaskarð í Borgarfirði vegna vatnaskemmda. Einnig eru vatnsskemmdir við Hvítárvelli. Vegfarendum er bent á að fara Borgarfjarðarbraut, veg nr. 50, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Viðgerð er hafin, en ekki er búist við að vegurinn verði opnaður fyrr en í fyrsta lagi í kvöld.

Krapaflóð féllu í gærkvöldi á Vestfjarðaveg í Gufufirði og í Kollafirði. Vegurinn þar er nú orðinn fær en þó þarf að sýna varúð meðan unnið er að lagfæringum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert