Þrettán greindust með HIV smit á síðasta ári

Þrettán greindust með HIV veiruna hér á landi á síðasta …
Þrettán greindust með HIV veiruna hér á landi á síðasta ári en sú veira veldur alnæmi. Reuters

Þrettán einstaklingar greindust með með HIV-smit hér á landi á síðasta ári. Líklegt var talið að smit tengdist fíkniefnaneyslu í æð í sex tilfellum. Í fjórum tilfellum var smit talið tengjast kynmökum gagnkynhneigðra og í þremur tilvikum kynmökum samkynhneigðra.

Fram kemur í Farsóttafréttum landlæknisembættisins, að af þeim sem greindust á árinu voru sjö konur en þetta er í fyrsta sinn sem fleiri konur greinast með HIV-smit en karlar á Íslandi.

Áfram verður fylgst náið með útbreiðslu HIV-smits meðal fíkniefnaneytenda. Segir landlæknisembættið að nái HIV-smit fótfestu í þessum áhættuhópi megi búast við stóraukinni útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi.

Margir greindust með lifrarbólgu B

Óvenju margir greindust með lifrarbólgu B á síðasta ári eða 45 manns. Um helmingur þeirra voru innflytjendur og vitað var um átta sem höfðu sprautað sig með fíkniefnum. Síðast gekk yfir faraldur meðal fíkniefnaneytenda á árunum 1989–1991.

Embættið segir mikilvægt, að bjóða fíkniefnaneytendum, sem ekki hafa smitast af lifrarbólgu B, bólusetningu gegn sjúkdómnum til að koma í veg fyrir nýjan faraldur í þessum hópi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert