Þrettán greindust með HIV smit á síðasta ári

Þrettán greindust með HIV veiruna hér á landi á síðasta …
Þrettán greindust með HIV veiruna hér á landi á síðasta ári en sú veira veldur alnæmi. Reuters

Þrett­án ein­stak­ling­ar greind­ust með með HIV-smit hér á landi á síðasta ári. Lík­legt var talið að smit tengd­ist fíkni­efna­neyslu í æð í sex til­fell­um. Í fjór­um til­fell­um var smit talið tengj­ast kyn­mök­um gagn­kyn­hneigðra og í þrem­ur til­vik­um kyn­mök­um sam­kyn­hneigðra.

Fram kem­ur í Far­sóttaf­rétt­um land­læknisembætt­is­ins, að af þeim sem greind­ust á ár­inu voru sjö kon­ur en þetta er í fyrsta sinn sem fleiri kon­ur grein­ast með HIV-smit en karl­ar á Íslandi.

Áfram verður fylgst náið með út­breiðslu HIV-smits meðal fíkni­efna­neyt­enda. Seg­ir land­læknisembættið að nái HIV-smit fót­festu í þess­um áhættu­hópi megi bú­ast við stór­auk­inni út­breiðslu sjúk­dóms­ins hér á landi.

Marg­ir greind­ust með lifr­ar­bólgu B

Óvenju marg­ir greind­ust með lifr­ar­bólgu B á síðasta ári eða 45 manns. Um helm­ing­ur þeirra voru inn­flytj­end­ur og vitað var um átta sem höfðu sprautað sig með fíkni­efn­um. Síðast gekk yfir far­ald­ur meðal fíkni­efna­neyt­enda á ár­un­um 1989–1991.

Embættið seg­ir mik­il­vægt, að bjóða fíkni­efna­neyt­end­um, sem ekki hafa smit­ast af lifr­ar­bólgu B, bólu­setn­ingu gegn sjúk­dómn­um til að koma í veg fyr­ir nýj­an far­ald­ur í þess­um hópi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert