Vefur um þyrlukaup í loftið

Norsk stjórnvöld hafa opnað vefsvæði um framkvæmd samstarfs Íslendinga og Norðmanna um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrlu. Á síðunni verður unnt að fylgjast með framvindu þess. Verkefnið miðast við að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur og Noregur tíu til tólf.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, skrifuðu undir samkomulagið þann 30. nóvember 2007.

Við framkvæmd verkefnisins verður fylgt reglum um opinber innkaup hér á landi og á Evrópska efnahagssvæðinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið leiðir verkefnið á Íslandi í samráði við Ríkiskaup, fjármálaráðuneyti og Landhelgisgæslu Íslands, samkvæmt vef dómsmálaráðuneytisins.

Vefur Norðmanna um þyrlukaup

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert