Ánægja með reykingabann á veitingahúsum

Þetta kemur fram í könnun, sem Lýðheilsustöð fékk Capacent Gallup til að gera dagana 14. til 26. september 2007. 

72% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust frekar eða mjög hlynntir því að allir veitinga- og skemmtistaðir væru reyklausir. 11% voru hvorki hlynntir né andvígir því að allir veitinga- og skemmtistaðir væru reyklausir. 17% sem voru frekar eða mög andvígir því að allir veitinga- og skemmtistaðir væru reyklausir.

Niðurstöðurnar byggja á svörum 796 þátttakenda á aldrinum 18-75 ára. Endanlegt úrtak var 1292 manns sem valið var tilviljunarkennt úr þjóðskrá. Svarhlutfall var því 61,6%.

Könnunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert