Eina leiðin að sækja um ESB-aðild

Björgvin G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Árvakur/G. Rúnar Guðmundsson

Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi að sjálfsagt væri að hefja umræðu um hvernig gjald­miðils­mál­um yrði best háttað og leiða hana til lykta á næstu miss­er­um. Sagði Björg­vin, að eina leiðin sem hann teldi færa í framtíðinni væri að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og Mynt­banda­lagi Evr­ópu.

Björg­vin var að svara fyr­ir­spurn frá flokks­bróður sín­um Karli V. Matth­ías­syni sem vísaði til um­mæla Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, stjórn­ar­for­manns Baugs, um að ís­lensk stjórn­völd ættu að íhuga að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu því það myndi hafa góð áhrif á efna­hags­lífið.

Björg­vin sagði, að tvennt valdi ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um einkum erfiðleik­um nú. Annað væri alþjóðleg fjár­málakreppa, sem hefði áhrif á ís­lensku fyr­ir­tæk­in eins og þau er­lendu.  Hitt væri svo­kallaður hlut­fallsvandi: fjár­mála­fyr­ir­tæk­in væru orðin hlut­falls­lega of stór fyr­ir gjald­miðil­inn og hag­kerfið.

„Það er eitt stærsta verk­efni stjórn­mál­anna á næstu miss­er­um og árum að leiða þetta til lykta ... hver er staða Íslands með sinn gjald­miðil í framtíðinni. Hvaða leiðir eru til að vinna að því máli?Það er ljóst eft­ir þing viðskiptaráðs að ein­hliða upp­taka evru er úti­lokuð af póli­tísk­um ástæðum. Eina leiðin sem mér finnst vera  fær í framtíðinni er að sækja um aðild að (Evr­ópu)sam­band­inu og mynt­banda­lag­inu og koma þeim hlut­um þannig fyr­ir til framtíðar. Áður þurf­um við að ná jafn­vægi á efna­hags­lífi inn­an­lands en það er sjálfsagt að hefja umræðuna og stefna að því að hafa leitt hana til lykta á næstu miss­er­um þannig að þetta liggi fyr­ir inn­an fárra ára hvað sé best og rétt­ast að gera fyr­ir hags­muni ís­lensku þjóðar­inn­ar allr­ar í þessu máli," sagði Björg­vin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert