Syn, Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar, fór í reglubundið ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í gær. Ísröndin, á hafinu milli Íslands og Grænlands reyndist vera næst landinu um 30 sjómílur norður af Horni, um 62 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi og um 50 sjómílur vestur af Kolbeinsey.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunnar var skyggni nokkuð gott og lofthiti 8°- 9°C. Ísinn virtist vera bráðnandi og ísbreiðan þunn.