Hefur ekki tekið afstöðu til björgunarþyrlu á Akureyri

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segist ekki búinn að mynda sér skoðun á því hvort staðsetja eigi eina af fjórum björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar á Akureyri og það eru Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur Guðlaugs, mikil vonbrigði.

Á opnum fundi sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir helgi spurði Þorvaldur Ingvarsson ráðherrann um þyrlumálið en þess má geta að Þorvaldur er framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Níu af tíu þingmönnum í kjördæminu og úr öllum flokkum lögðu nýverið fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri og bæjarráð Akureyrar tók undir þá ályktun í bókun á dögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert