Fídel Kastró Kúbuforseti hefur lýst því yfir að hann ætli að setjast í helgan stein og muni ekki snúa aftur eftir veikindi sem hafa hrjáð hann síðustu misseri. Kastró hefur verið forseti landsins síðan hann komst til valda í vopnaðri byltingu fyrir 49 árum.
Michael T. Corgan, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Bandaríkjunum, á ekki von á miklum breytingum á Kúbu þrátt fyrir að Fídel Kastró, forseti landsins, hafi ákveðið að setjast í helgan stein. Þetta kom fáum á óvart en Kastró hefur undirbúið brotthvarf sitt um nokkurt skeið. Rætt er við Corgan í sjónvarpsfréttum mbl en hann er staddur hér á landi.
Fleiri fréttir í sjónvarpi mbl:
Fyrsti nýi framhaldsskólinn á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1996
Lýst eftir stúlku á fjórtánda ári
Hringvegurinn enn lokaður
Kurteisir rapparar