Pólverjar snúa í auknum mæli aftur heim

Pólsku afgreiðslukonunni Agötu líkar afar vel á Íslandi.
Pólsku afgreiðslukonunni Agötu líkar afar vel á Íslandi.

Á sama tíma og minni vinnu er að fá hér á landi hef­ur at­vinnu­ástand í Póllandi batnað til muna með aukn­um hag­vexti. Sök­um þessa sækj­ast sí­fellt færri Pól­verj­ar eft­ir því að koma til Íslands og vinna. Þetta seg­ir Friðrik Gunn­ars­son, kjör­ræðismaður Pól­lands á Íslandi. „Pól­land er á upp­leið, þar er sterk­ur hag­vöxt­ur og efna­hags­ástandið batn­ar með hverj­um mánuðinum, auk þess sem laun­in fara al­mennt hækk­andi. Nú um stund­ir vant­ar margt starfs­fólk í Póllandi, sér­stak­lega í bygg­ing­ar­vinnu og skipa­smíði,“ seg­ir Friðrik.

Í The Times var um helg­ina greint frá því að síðan Pól­land gekk í Evr­ópu­sam­bandið í árs­byrj­un 2004 hafi rúm­lega 274 þúsund Pól­verj­ar fengið at­vinnu­leyfi í Bretlandi. Nú hafi minnk­andi efna­hags­um­svif í Bretlandi, það að pundið hef­ur veikst og óvenju­mik­ill efna­hags­bati í Póllandi dregið úr áhuga Pól­verja á að vera áfram á bresk­um vinnu­markaði og kjósi þeir því frem­ur að snúa aft­ur heim.

Á vef pólsku hag­stof­unn­ar má sjá að vinnu­horf­ur hafa batnað mjög á sl. miss­er­um. Þannig er ekki ýkja langt síðan at­vinnu­leysi í Póllandi mæld­ist yfir 20% eða í árs­lok 2003. Í nóv­em­ber 2007 mæld­ist at­vinnu­leysi hins veg­ar rétt rúm­lega 11%.

Að sögn Drafnar Har­alds­dótt­ur, yf­ir­manns EURES, stýrist fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara á ís­lensk­um vinnu­markaði fyrst og fremst af at­vinnu­eft­ir­spurn. Meðan næga vinnu sé að hafa og mik­il eft­ir­spurn eft­ir vinn­andi hönd­um sé straum­ur er­lends vinnu­afls til lands­ins mik­ill. Hins veg­ar sé að hægja á eft­ir­spurn­inni, enda mæl­ist at­vinnu­leysi hér­lend­is aðeins um 1% á land­inu öllu og 0,6% á höfuðborg­ar­svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert