Þingmenn fái að ráða aðstoðarmenn

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Árvakur/Golli

Forsætisnefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því að þingmönnum sé heimilt að ráða sér aðstoðarmenn eftir reglum, sem forsætisnefnd setur og fjárveitingar á fjárlögum heimila.

Gert er ráð fyrir að þessi heimild nái í upphafi til formanna stjórnarandstöðuflokka, sem fái að ráða aðstoðarmenn í fullt starf, og þingmanna Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæma, sem fái að ráða aðstoðarmenn í hlutastarf.

Um er að ræða útfærslu á samkomulagi, sem þingflokkar gerðu samhliða breytingum á þingsköpum Alþingis í vetur. Samkomulagið gerði ráð fyrir að starfsaðstaða þingmanna yrði bætt, ekki síst stjórnarandstöðuþingmanna, með ýmsum ráðum.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert