Tólf alþingismenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að stjórnvöld kanni hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar.
Það er Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem er fyrsti flutningsmaðurinn en að tillögunni standa einnig þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Frjálslynda flokknum og VG.
Í greinargerð með tillögunni segir m.a., að slík athugun þurfi að taka heildstætt á þjóðhagslegum ávinningi, hvort sem litið sé á hann í efnahagslegu, skipulagslegu eða umhverfislegu tilliti.