Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna

Léttlestir í Sheffield á Englandi.
Léttlestir í Sheffield á Englandi.

Tólf alþing­is­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um að stjórn­völd kanni hag­kvæmni lest­ar­sam­gangna milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Reykja­vík­ur ann­ars veg­ar og létt­lesta­kerf­is inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins hins veg­ar.

Það er Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, sem er fyrsti flutn­ings­maður­inn en að til­lög­unni standa einnig þing­menn úr Sam­fylk­ingu, Sjálf­stæðis­flokki, Fram­sókn­ar­flokki, Frjáls­lynda flokkn­um og VG.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir m.a., að slík at­hug­un þurfi að taka heild­stætt á þjóðhags­leg­um ávinn­ingi, hvort sem litið sé á hann í efna­hags­legu, skipu­lags­legu eða um­hverf­is­legu til­liti.

Álykt­un­in í heild
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert