Bensínverð aldrei verið jafnhátt

Enn á ný hefur eldsneytisverð hækkað en það hefur aldrei mælst jafnhátt hér á landi og nú. N1 reið á vaðið í fyrradag og fylgdu Skeljungur, Olís og ÓB eftir í gær. Bensínið hækkaði um 90 aura og dísilolían um rúma krónu og kostar bensínið hjá stóru olíufélögunum þremur nú 138,8-138,9 kr. og dísilolían 143,6 kr.

Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), má gera ráð fyrir að þau félög sem eftir eru hækki gjaldskrár sínar í dag.

Runólfur segir heimsmarkaðsverðið vera óvenjuhátt um þessar mundir og hafi bensínverðið hækkað lítillega á hverjum degi síðustu daga og að sama skapi hafi dísilolían einnig hækkað í verði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert