Elsti skóli landsins fær andlitslyftingu

Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt skólahús Barnaskóla Eyra, eftir áralangar deilur um hvernig standa ætti að byggingarmálum skólans.

Löngu var kominn tími á endurnýjun eða nýbyggingar, en skólahúsin á Eyrarbakka og Stokkseyri eru orðin úr sér gengin. Það kerfi er haft á, að nemendum grunnskólans er skipt í tvo hópa, eldri og yngri hóp, og hefur eldri börnunum verið kennt á Eyrarbakka en þeim yngri á Stokkseyri og ekur skólabíll á milli.

Deilurnar stóðu um það hvort reisa ætti ný skólahús í báðum þorpunum, öðru hvoru, eða byggja nýjan skóla miðsvæðis. Niðurstaðan var sú að byggja ný skólahús á báðum stöðum og var hafist handa á Stokkseyri. Fyrsta skóflustungan var tekin um miðjan síðasta mánuð og önnuðust það yngsti og elsti nemendur skólans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert