Færri fá íslenskt ríkisfang en á undanförnum árum

Íslendingum fjölgar jafnt og þétt.
Íslendingum fjölgar jafnt og þétt. mbl.is/Þorkell

Sam­kvæmt breyt­inga­skrá þjóðskrár fengu 647 lands­manna ís­lenskt rík­is­fang árið 2007. Að sögn Hag­stof­unn­ar eru þetta færri ein­stak­ling­ar en verið hef­ur und­an­far­in þrjú ár en fram til 2006 fjölgaði þeim sem veitt var ís­lenskt rík­is­fang jafnt og þétt og mest var fjölg­un­in á milli 2003 og 2004.

Árið 2006 fengu 844 manns ís­lenskt rík­is­fang og var það mesti fjöldi rík­is­fangsveit­inga fram að því. Árið 2007  fækkaði því rík­is­fangsveit­ing­um um 197 frá ár­inu á und­an.

Líkt  og árin á und­an fengu flest­ir ís­lenskt rík­is­fang sem áður höfðu haft rík­is­fang í lönd­um Evr­ópu, eða 369, og Asíu, 173.  Ein­stak­ling­um frá þess­um heims­hlut­um sem fengu ís­lenskt rík­is­fang fækkaði þó milli ára.  Árið 2006 fengu 462 manns sem áður höfðu rík­is­fang í Evr­ópu ís­lenskt rík­is­fang en 258 sem áður höfðu rík­is­fang í lönd­um Asíu.

Flest­ir ein­stak­ling­ar sem hlutu ís­lenskt rík­is­fang árið 2007 höfðu áður rík­is­fang í Póllandi, líkt og árin á und­an. Fjöldi þeirra var þó minni en 2006,  eða 162 árið 2007 á móti 222 árið áður. Næst fjöl­menn­asti hóp­ur­inn var áður með rík­is­fang á Fil­ipps­eyj­um, eða 69 manns. Voru þeir einnig færri en árið á und­an en þeir voru 105 árið 2006.  Árið 2007 fengu 63 ein­stak­ling­ar frá lönd­um fyrr­um Júgó­slav­íu ís­lenskt rík­is­fang en árið áður voru þeir 88. Af þeim voru flest­ir frá Serbíu (33) og Bosn­íu-Her­segóvínu (24).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert