Fjáröflun barna í íþróttum mikilvæg

Mörg heim­ili státa af kló­sett­papp­ír, eld­hús­bréf­um, hrein­lætis­vör­um og fleiru sem keypt var til að styrkja börn í íþrótt­a­starfi enda góður málstaður þar á ferð. Fjár­öfl­un barn­anna er gríðarlega mik­il­væg, að sögn Drafnar Sveins­dótt­ur en hún er for­eldri barna í Knatt­spyrnu­fé­lag­inu Hauk­um.

„Að mínu mati er mik­il­vægt að börn­un­um finn­ist ekki sjálfsagt að þau geti farið í all­ar ferðir og gert allt sem er í boði hjá fé­lög­un­um en fjár­öfl­un­in dreif­ir kostnaði for­eldra,“ seg­ir Dröfn sem hef­ur starfað í for­eldra­starfi Hauka sleitu­laust í 12 ár. „Við not­um fjár­öfl­un­ina til að greiða fyr­ir æf­inga­búðir, mót og ef vel hef­ur gengið greiðir hún jafn­vel fyr­ir fata­kaup. Fjár­öfl­un­ar­leiðir okk­ar hafa verið ýms­ar og við höf­um gert allt mögu­legt. Ég get tekið minn flokk sem dæmi en við erum ein­mitt að safna fyr­ir æf­inga­ferð núna. Í eitt skipti seld­um við ýms­ar hrein­lætis­vör­ur frá Frigg, við höf­um verið með köku­bas­ar, selt fisk, sæl­gæti, kló­sett­papp­ír og svo fram­veg­is. Við höf­um líka safnað dós­um sem gef­ur góðan pen­ing en það er gríðarleg vinna sem fylg­ir því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert