Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og fáir á ferli. Einnig var rólegt hjá lögreglunni á Akureyri og um land allt í nótt.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði einn ökumann nokkru eftir miðnætti vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á vef lögreglunnar kemur fram að í febrúar hafi 27 ökumenn verið kærðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, á Suðurnesjum.