Segja laun kennara ekki hafa fylgt launaþróun viðmiðunarhópa

Kenn­ara­sam­band Íslands seg­ir, að launaþróun fé­lags­manna í fram­halds­skól­um hafi ekki fylgt launaþróun hefðbund­inna viðmiðun­ar­hópa hjá rík­inu á yf­ir­stand­andi samn­ings­tíma­bili og hafi fram­halds­skóla­kenn­ar­ar dreg­ist um­tals­vert aft­ur úr þeim í grunn­laun­um.

KÍ seg­ir, að árið 2002 hafi meðaldag­vinnu­laun fram­halds­skóla­kenn­ara verið þau sömu og meðaldag­vinnu­laun fé­lags­manna BHM. Um mitt síðasta ár hafi meðaldag­vinnu­laun kenn­ara hins veg­ar verið kom­in 7 pró­sent niður fyr­ir meðaldag­vinnu­laun fé­lags­manna BHM. Í krón­um talið var mun­ur­inn í júlí um 20 þúsund krón­ur á mánuði og síðan hafi bilið haldið áfram að breikka.

Í álykt­un sem fé­lög kenn­ara og stjórn­enda í fram­halds­skól­um hafa sent frá sér seg­ir m.a. að sam­an­b­urður milli landa á kenn­ara­laun­um sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu á mann sé ekki uppörv­andi fyr­ir ís­lenska kenn­ara. Hlut­falls­leg launastaða þeirra sé mjög slök miðað við flest önn­ur OECD ríki og sé kaup­geta meðal­grunn­launa fram­halds­skóla­kenn­ara á Íslandi hin fimmta lægsta í OECD ríkj­un­um.

Í álykt­un­inni seg­ir að óánægja fram­halds­skóla­kenn­ara með laun sín og starfs­kjör kunni að leiða til þess að þeir leiti í önn­ur störf þar sem boðið er upp á betri kjör. Meg­in­viðfangs­efni í næstu kjara­samn­ing­um sé að koma í veg fyr­ir að svipað ástand skap­ist og árið 2000 þegar slök launaþróun leiddi til tveggja mánaða verk­falls. Í næstu kjara­samn­ing­um þurfi að leiðrétta laun kenn­ara í fram­halds­skól­um og tryggja að kjör þeirra haldi í við laun annarra há­skóla­menntaðra rík­is­starfs­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert