Uppsagnir eru hafnar í bönkunum

Fjár­mála­geir­inn hef­ur hafið upp­sagn­ir á starfs­fólki, sem reynd­ar hafa legið í loft­inu frá því um ára­mót. , sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins. Jafn­framt herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að um 40 starfs­menn Kaupþings eigi upp­sögn yfir höfði sér.

For­svars­menn bank­anna í sam­vinnu við yf­ir­menn ein­stakra deilda og úti­búa munu hafa farið yfir þessi mál af kappi á und­an­förn­um vik­um.

Glitn­ir hef­ur ákveðið að loka úti­búi sínu í Smáralind og funduðu for­svars­menn bank­ans um þá ákvörðun með starfs­fólki í síðustu viku. Þá hef­ur Glitn­ir ákveðið til­færsl­ur í Nor­egi sem þýða fækk­un starfs­manna um allt að 20. Það eru því ná­lægt 40 manns sem Glitn­ir hef­ur sagt upp að und­an­förnu á Íslandi og í Nor­egi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að fjár­mála­stofn­an­ir hafi þurft að grípa til þess­ara ráða vegna þeirra aðstæðna sem eru á markaði. Það sé alltaf erfitt að grípa til svona ráðstaf­ana, en miðað við nú­ver­andi stöðu hafi ekki verið um annað að ræða.

Ekki náðist í for­svars­menn Glitn­is, Kaupþings eða Lands­bank­ans í gær­kvöldi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert