Veiðum hætt á hádegi

Loðnuveiðar verða stöðvaðar á hádegi á morgun.
Loðnuveiðar verða stöðvaðar á hádegi á morgun.

Ákveðið hef­ur verið að hætta loðnu­veiðum á há­degi á morg­un. Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, ákvað þetta nú síðdeg­is að til­lög­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og verður reglu­gerð þessa efn­is gef­in út á morg­un.

„Þetta er gíf­ur­legt áfall fyr­ir þjóðarbúið, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sjó­menn og fisk­verka­fólk og bæj­ar­fé­lög en það var ekki hægt annað en taka þessa ákvörðun í ljósi þess hve loðnu­stofn­inn hef­ur mælst lít­ill," sagði Ein­ar við Morg­un­blaðið. 

Í mæl­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mun minna mælst af kynþroska loðnu en gert var ráð fyr­ir sam­kvæmt fram­reikn­ing­um sem byggðir voru á mæld­um fjölda ung­loðnu í nóv­em­ber 2006 og ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar um byrj­un­ar­afla­mark í júní 2007 byggði á. Á grund­velli mæl­inga und­an­farið er mat á stærð veiðistofns loðnu á bil­inu 200-270 þúsund tonn. Stærð stofns­ins er því langt und­ir þeirri stærð sem gild­andi afla­regla ger­ir ráð fyr­ir að skilið sé eft­ir til hrygn­ing­ar en það eru 400 þúsund tonn. Þess vegna lagði Haf­rann­sókna­stofn­un­in  til, að loðnu­veiðar verði nú þegar stöðvaðar.

6-7 millj­arða tekjutap fyr­ir stærstu fyr­ir­tæk­in 
Áætlað er að sam­an­legt tekjutap þriggja stærstu fyr­ir­tækj­anna í upp­sjáv­ar­veiðum: Ísfé­lags­ins, HB Granda og Síld­ar­vinnsl­unn­ar, nemi 6-7 millj­örðum króna miðað við síðustu vertíð sem þó varð lé­leg.

„Þetta er bara skip­brot fyr­ir fyr­ir­tæki eins og okk­ur. Síld­ar­vinnsl­an hef­ur verið með um 30% af loðnunni. Það eru á milli tveir og þrír millj­arðar sem tap­ast í tekj­um vegna þessa. Það veg­ur mjög þungt í af­komu fyr­ir­tæk­is­ins, um þriðjung eða meira og í tekju­öfl­un starfs­fólks okk­ar, sjó­manna og fisk­verka­fólks. Loðnu­vertíðin er tími upp­gripa hjá þessu fólki og veg­ur mjög þungt í heild­ar­tekju­öfl­un þess,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Ekk­ert fyr­ir­tæki ásamt tengd­um aðilum á eins mikið und­ir loðnunni. Þá seg­ir Gunnþór að ætla megi að þetta snerti  beint af­komu 400 manna á Aust­ur­landi. 

Mik­il­vægt að menn haldi áfram að leita
„Þó veiðarn­ar verði stöðvaðar nú er mik­il­vægt að menn haldi áfram að leita. Gefi ekki upp von­ina um að hún skili sér,“ seg­ir Eggert B. Guðmunds­son, for­stjóri HB Granda.

 Á síðustu vertíð veiddu skip HB Granda 56.000 tonn, sem skiluðu 2,4 millj­arða úit­flutn­ings­tekj­um. Nú er afl­inn um 6.500 tonn. „Það er ljóst að tekju­skerðing­in er alla vega um tveir millj­arðar króna. Þessi vertíð er bara sýn­is­horn núna. Það eru ekki marg­ir kost­ir aðrir en að horfa til næstu vertíðar og annarra fisk­teg­unda og reyna að bíta á jaxl­inn.

Það þarf vænt­an­lega að skera niður ein­hvern kostnað á móti þessu, en menn horfa lengra fram á við en til einn­ar vertíðar. Menn eru van­ir sveifl­um í sjáv­ar­út­vegi. Við erum held­ur ekki bún­ir að gefa vertíðina upp á bát­inn," sagði Eggert.

Mik­il áhrif á mann­lífið í Eyj­um
„Stöðvun loðnu­veiða þýðir veru­legt tekjutap fyr­ir Ísfé­lagið, eða upp á um það bil tvo millj­arða króna. Fyr­ir fyr­ir­tæk­in þrjú í Vest­manna­eyj­um, sem eru í loðnunni, þýðir þetta sam­tals um þrjá til þrjá og hálf­an millj­arð í tekjutap," seg­ir Ægir Páll Friðberts­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja.

Hann seg­ir að þetta hafi því veru­leg áhrif á mann­lífið og allt  starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins, bæði sjó­menn og starfs­fólk í landi, bæði í Eyj­um og á Þórs­höfn.

„Það er ekk­ert smá­ræðis áfall að tekj­ur í bæj­ar­fé­lag­inu vegna loðnu­veiða minnki milli ára um þrjá til þrjá og hálf­an millj­arð ofan á svipaða tekju­skerðingu vegna þorskniður­skurðar­ins. Sam­tals eru þetta lík­lega að minnsta kosti sex og hálf­ur millj­arður króna hér í Vest­mann­eyj­um,“ seg­ir Ægir Páll.

Nán­ar verður rætt við for­stjóra fyr­ir­tækj­anna þriggja í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert