Vildi vita hverjir veittu Samkeppniseftirlitinu upplýsingar

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kæru fyrirtækisins Innness, sem kærði þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að greina ekki frá nafni eða nöfnum þeirra, sem komu ábendingum um meint brot fyrirtækisins á samkeppnislögum til stofnunarinnar.

Málavextir eru þeir, að Samkeppniseftirlitið birti í byrjun nóvember fréttatilkynning þar sem þeir, sem töldu sig hafa upplýsingar um samkeppnislagabrot fyrirtækja á matvörumarkaði voru hvattir til að koma þeim upplýsingum á framfæri.

Í kjölfarið bárust Samkeppniseftirlitinu upplýsingar frá einstaklingum og fyrirtækjum sem voru teknar til frekari skoðunar. Í framhaldi af því fékk Samkeppniseftirlitið húsleitarheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera leit hjá Innnesi og öðrum fyrirtækjum.

Innnes krafðist þess að fá afrit af beiðni Samkeppniseftirlitsins til Héraðsdóms Reykjavíkur, auk allra gagna sem þar hafi verið lögð fram.

Einnig óskaði fyrirtækið eftir upplýsingum um ábendingar, sem borist hafi Samkeppniseftirlitinu vegna þessarar rannsóknar, þ.m.t. um nöfn aðila sem sett hafi fram slíkar ábendingar. Því hafnaði Samkeppniseftirlitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert