,,Allt leit mjög vel út"

Skemmtiferðaskip á siglingu um Karíbahafið
Skemmtiferðaskip á siglingu um Karíbahafið Reuter

Benóný Jóns­son, líf­fræðing­ur, fyllt­ist grun­semd­um þegar hann fékk sím­tal frá ensku­mæl­andi konu í gær, sem til­kynnti hon­um að hann hefði dottið í lukkupott­inn og myndi njóta sér­stakra kjara á veg­um ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins ASt­ar Tra­vel í Banda­ríkj­un­um. Á dag­inn kom að um er að ræða nýja út­færslu af gam­al­kunnri svika­myllu sem lög­regl­an á Eskif­irði varaði við í dag. 

Benóný sagði við mbl.is, að kon­an hefði kynnt sig sem Shannon Wal­ker. Happ Benónýs átti að fel­ast í því að fá sigl­ingu um Karíbahafið og gist­ingu á Radis­son SAS, alls fimmtán daga ferð, fyr­ir fjóra og greiða ein­ung­is 15% af and­virði ferðar­inn­ar. Fyr­ir­tæki henn­ar skyldi borga 85%. Sam­tals var verðgildi ferðar­inn­ar 3000 dal­ir en hans hlut­ur væri hins veg­ar ekki nema 998 dal­ir og var þá allt innifalið nema flug til og frá Íslandi. Það sagðist hún geta út­vegað á sér­stök­um vild­ar­kjör­um. Nefndi hún einnig að skipið sem sigla ætti með hóp­inn héti Regal princess. 
 
„Mig grunaði strax að þarna væri um nýja gerð af svik­um að ræða en mig langaði að vita hversu vel þetta væri leikið hjá hröpp­un­um,“ sagði Benóný. Eft­ir um það bil 15 mín­útna sam­tal sagði kon­an Benóný að hún ætlaði að gefa hon­um sam­band við yf­ir­mann sem myndi skrá ýms­ar upp­lýs­ing­ar um hann. Nokkru síðar hljómaði önn­ur rödd í sím­an­um, karl­maður sem einnig talaði ensku. Greini­legt var á máli beggja að þau voru banda­rísk.

Karl­maður­inn tjáði Benóný að fyr­ir­tækið sem þau ynnu hjá væri mjög virt ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki og væri það í sam­starfi við Disney World, sem einnig tæki þátt í að greiða fyr­ir þetta sér­staka happ hans. Hann bætti síðan í og sagði Benóný að það væri hægt að fá sér­staka viðbót­ar­ferð til Las Vegas í fjóra daga – það yrði inn­an til­boðsins.
 

Fag­mann­leg síða
Á þess­um tíma­punkti bað maður­inn Benóný að færa sig að tölv­unni því sig langaði til að sýna hon­um heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.  Leiddi hann Benóný í gegn­um nokkr­ar síður og var þar að finna mynd af skip­inu og lýs­ingu á ferðinni til Las Vegas. Leit allt mjög fag­mann­lega út.
 
Að þessu loknu hóf maður­inn að spyrja  hvernig Benóný hygðist greiða fyr­ir ferðina, hvort hann væri með Visa eða Eurocard. Sagði Benóný hon­um þá að hann gæfi aldrei upp nein­ar upp­lýs­ing­ar um reikn­ings­núm­er í síma. Karl­maður­inn hélt samt sem áður áfram og vildi fá gild­is­tíma korts­ins. Sleit Benóný þá sam­tal­inu með þeim orðum að hann ætlaði að hafna þessu kosta­boði.
 

Oft fengið svindlbréf
Benóný seg­ir að strax í byrj­un hafi viðvör­un­ar­bjöll­ur byrjað að óma.  Hann hafi margsinn­is fengið alls kyns kosta­boð send með tölvu­pósti, allt frá fegr­un­araðgerðum til til­kynn­inga um að hann ætti arfs að vænta frá Afr­íku, svo ekki væri talað um til­kynn­ing­ar um millj­arðavinn­inga í ým­iss kon­ar lottói.

Þekkt­ir svindlar­ar
Þess má geta að fyr­ir­tækið ASt­ar Tra­vel er nefnt á vefn­um ripof­freport.com og er fólk beðið að hafa sam­band og til­kynna um svik.

Hér er síða svindlar­anna. Eins og sjá má lít­ur þetta mjög fag­manna­lega út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert