Bætur hækka um 3 til 4%

Nýgerðir kjarasamningar munu hafa áhrif á bætur almannatrygginga til hækkunar. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, munu bætur almannatrygginga hækka um 3-4% fljótlega, til viðbótar við þá hækkun sem varð á bótum almannatrygginga um síðustu áramót.

„Það er þannig að ákvörðun um hina árlegu hækkun tekur alltaf mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækka aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Það sem mun gerast núna í framhaldi af kjarasamningum er að þetta verður uppreiknað vegna kjarasamninga, þannig að nýjar greiðslur taki mið af launaþróun í þessum nýju kjarasamningum,“ segir Jóhanna og tekur fram að miðað verði við launaþróun frá 1. febrúar.

„Þessar hækkanir munu koma fram eins fljótt og hægt er af tæknilegum ástæðum,“ segir Jóhanna og bendir á að starfsmenn fjármálaráðuneytisins séu um þessar mundir að reikna breytinguna. Aðspurð segir hún hækkunina í heild nema um 2 milljörðum á ári fyrir ríkissjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert