Skuldatryggingarálag íslensku bankanna heldur áfram að hækka og hið sama á við um íslenska ríkið en álag á skuldabréf þess hefur nær þrefaldast frá áramótum. Í upphafi árs var álagið 64,7 punktar (100 punktar jafngilda einu prósentustigi) en í fyrradag var það 185 punktar.
Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að ríkissjóður er nánast skuldlaus auk þess sem komið hefur fram að ekki verði ráðist í neina skuldabréfaútgáfu á alþjóðlegum markaði á árinu. Verður því að gera ráð fyrir að hér sé um smitáhrif að ræða, t.d. að fjárfestar óttist að lendi íslensku bankarnir í vandræðum gæti ríkið þurft að grípa til skuldabréfaútgáfu til þess að koma þeim til hjálpar. |