Engar ákvarðanir um að lækka eldsneytisgjald

Ekki stendur til að lækka opinber gjöld á eldsneyti.
Ekki stendur til að lækka opinber gjöld á eldsneyti.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að eng­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar um að lækka op­in­ber­ar álög­ur á eldsneyti. Hafa yrði það í huga, að hækk­un eldsneytis­verðs, sem kæmi ut­an­frá, væri í raun skatt­ur á þjóðarbúið og ekki væri hægt að víkj­ast und­an hon­um.

Geir var að svara fyr­ir­spurn frá Guðjóni A. Kristjáns­syni, for­manni Frjáls­lynda flokks­ins sem sagði, að tekj­ur rík­is­ins ykj­ust með hækk­andi eldsneytis­verði.

Geir sagði, að reynt hefði verið í mörg ár að draga úr notk­un eldsneyt­is hér á landi og horfið hefði verið frá þeirri leið að leggja vöru­gjald á eldsneyti sem hlut­fall af grunn­verði held­ur væri það nú ákveðin krónu­tala á hvern lítra.

Ofan á það bætt­ist síðan virðis­auka­skatt­ur, sem væri hlut­falls­skatt­ur og menn teldu að hann skapaði rík­is­sjóði meiri tekj­ur vegna þess­ara hækk­ana. Á þau rök hefði rík­is­valdið aldrei fall­ist vegna þess, að lík­ur væru til að menn drægju úr notk­un eldsneyt­is við þess­ar aðstæður eða minnkuðu notk­un á öðrum virðis­auka­skatt­skyld­um varn­ingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka