Fékk strætisvagn yfir fótinn

Maður um tvítugt slapp með minniháttar meiðsl þegar strætisvagn ók yfir fótinn á honum á Hringbraut í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild en hlaut ekki annað en mar og hrufl. Hann var að yfirgefa vagninn þegar slysið varð og lenti með ristina undir öðru afturhjóli vagnsins. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur hugsanlega skýringu á því að maðurinn slapp við alvarlegri meiðsl að vagnarnir eru með tvö afturhjól á hvorri hlið afturöxulsins. Sé ytra dekkið ögn slitnara en hið innra geti myndast holrúm sem í þessu tilviki gæti hafa skilið á milli alvarlegs slyss og minniháttar meiðsla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert