Ísland eitt 24 herlausra SÞ-ríkja

Fulltrúar herlausu ríkjanna 24 í mótttöku Hjálmars W. Hannessonar.
Fulltrúar herlausu ríkjanna 24 í mótttöku Hjálmars W. Hannessonar.

Ísland er eitt 24 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem er herlaust en tvö þessara ríkja, Panama og Kostaríka eiga nú sæti í öryggisráði SÞ.  Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær heiðursgestur í móttöku sem Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúa Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum hélt fulltrúm herlausra aðildarríkja SÞ.

Kom fram í ræðu forsetans að herlaus ríki nálgast ógnir með tilliti til friðar í stað þess að vinna eingöngu út frá hernaðarlegu öryggi. Ólafur Ragnar ræddi einnig nýjar öryggisógnir sem stafa af loftslagsbreytingum og áhrif herlausra ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og mikilvægi þess að sjónarmið þeirra fái að heyrast.

Herlausu ríkin eru: Andorra, Dominíka, Grenada, Haítí, Ísland, Kíribatí, Kosta Ríka, Liechtenstein, Marshall-eyjar, Máritíus, Míkrónesía, Mónakó, Nárú, Palá, Panama, Páfagarður, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíeyjar, Samóa, San Marínó, Salómonseyjar, Túvalú, og Vanúatú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert