Ísland tekur þátt í átaki gegn kolefnislosun

Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt Erik Solheim, umhverfisráðherra Noregs, og Achim Steiner, …
Þórunn Sveinbjarnardóttir ásamt Erik Solheim, umhverfisráðherra Noregs, og Achim Steiner, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar SÞ.

Ísland er eitt af fjór­um ríkj­um sem taka þátt í átaki á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UNEP) um að stefna að kol­efn­is­hlut­leysi. Átak­inu var hleypt af stokk­un­um á ráðherra­fundi UNEP í Mónakó í dag.

Stofn­ríki átaks­ins eru Ísland, Kosta Ríka, Nor­eg­ur og Nýja-Sjá­land. Einnig taka þátt í því fjór­ar borg­ir og fimm fyr­ir­tæki, sem stefna að því að verða kol­efn­is­hlut­laus. Auk ríkja, borga og fyr­ir­tækja mun alþjóðasam­tök­um, fé­laga­sam­tök­um og jafn­vel ein­stak­ling­um standa til boða að skrá sig í átakið í framtíðinni.

Með ,,af­kol­un" og ,,kol­efn­is­hlut­leysi" er átt við að starf­semi hafi ekki í för með sér nettó­los­un á kolt­ví­sýr­ingi og öðrum gróður­húsaloft­teg­und­um, sem valda hlýn­un jarðar og lofts­lags­breyt­ing­um. 

Þór­unn sagði í ávarpi sínu í dag að Ísland teldi sig eiga heima í fram­varðasveit ríkja í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert