Segjast skila lyklum og hætta sjálfboðavinnu

Formaður Sigl­inga­klúbbs­ins Nökkva tel­ur að ef fram­kvæmd­um við upp­bygg­ingu fyr­ir sigl­inga­menn verði frestað geti það haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir klúbb­inn og raun­ar allt báta­sport á Poll­in­um við Ak­ur­eyri. Bæj­ar­yf­ir­völd höfðu ákveðið að leggja fram 10 millj­ón­ir króna í ár og annað eins á næsta ári til fram­kvæmda en hætt hef­ur verið við það. Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir bæj­ar­stjóri seg­ir hug­mynd­ir sigl­inga­klúbbs­ins mjög metnaðarfull­ar en óraun­hæft sé að hefja fram­kvæmd­ir í sum­ar miðað hve mik­il und­ir­bún­ings­vinna sé eft­ir.

Rún­ar Þór Björns­son, formaður Nökkva, af­henti full­trú­um í bæj­ar­stjórn áskor­un vegna þessa máls fyr­ir fund henn­ar á þriðju­dag­inn. „Við höf­um sleg­ist í mörg ár við það eitt að eiga fyr­ir máln­ingu á bát­ana okk­ar, eiga fyr­ir dag­leg­um rekstri og bara það að sjá fram á ný­fram­kvæmd­ir gaf ástæðu til að halda áfram starf­inu,“ seg­ir m.a. í áskor­un­inni.

„Ef þetta fer á þann veg sem lít­ur út núna sér stjórn Nökkva ekk­ert annað í stöðunni en skila inn lykl­un­um að aðstöðunni, hætta enda­lausri sjálf­boðavinnu fyr­ir annarra manna börn og horfa á margra ára­tuga vinnu fjölda fyrr­ver­andi stjórn­ar­manna verða að engu vegna lof­orða sem virðast enda­laust geta frest­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert