Vilja láta skoða möguleika á lestarsamgöngum

Léttlestir.
Léttlestir.

Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarráði Reykjavíkur lögðu fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að könnuð verði hagkvæmni þess að koma á lestrarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur annars vegar og léttlestarkerfis á höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Er tillagan samhljóða þingsályktunartillögu, sem þingmenn úr öllum flokkum lögðu fram á Alþingi í vikunni.

Borgarfulltrúarnir vilja að við úttektina verði dregnir fram kostir og gallar, aðrir valkostir í umhverfisvænum samgöngum, fjárhagslegir þættir, umhverfis- og skipulagsþættir. Samráð verði haft við skipulagssvið Reykjavíkurborgar og leitað samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur, samgönguráðuneytið og samgönguráð um úttektina og/eða samráð við útfærslu og framkvæmd verkefnisins. 

Tillögunni var vísað til umhverfis- og samgönguráðs til umsagnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert