Ekkert sést til vélarinnar

Flugvélin, sem leitað er að, sést á miðri mynd.
Flugvélin, sem leitað er að, sést á miðri mynd. mynd/Eggert Norðdahl

Piper Cherokee flug­vél­in, sem hvarf af rat­sjá um kl. 11:30 í gær, um 130 sjó­míl­ur suðsuðaust­ur af Hornafirði, er enn ófund­in.
Ekk­ert hef­ur sést til flug­manns­ins eða vél­ar­inn­ar. Vél­in er skráð í Banda­ríkj­un­um og flugmaður­inn er banda­rísk­ur. 

Varðskip er á leit­ar­svæðinu en ekk­ert hef­ur sést til vél­ar­inn­ar.  Ennþá er erfitt og slæmt veður á svæðinu og um 35-40 hnúta vind­ur.  Að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar verður skoðað í birt­ingu hvort flug­vél verði send á staðinn og yrði það þá lík­lega Fokk­ervél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SYN.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert